Þjónustuborð
Þjónustuborð Smáralindar er staðsett á 2. hæð á milli Zara og Vila og er opið á afgreiðslutíma Smáralindar. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt sem viðkemur Smáralind en einnig er eftirfarandi þjónusta í boði.

Gjafakort
Gjafakort Smáralindar er draumagjöfin fyrir fólkið þitt sem tilvalið er að gefa við tilefnin stór sem smá. Gjafakoritð fæst á þjónustuborðinu og á smaralind.is
Barnakerrur
Á þjónustuborðinu er hægt að fá barnakerru að láni endurgjaldslaust. Kerrurnar henta börnum sem eru all að 15 kg.
Hjólastólar
Á þjónustuborðinu er hægt að fá láðan hjólastól án endurgjalds gegn skráningu og framvísun skilríkja.
Tapað og fundið
Á þjónustuborðinu er haldið utan um muni sem finnast í Smáralind. Óskilamunir eru geymdir í fjórar vikur og eftir það eru þeir gefnir til góðgerðamála.
Strætómiðar og strætóleiðir
Auðvelt er að ferðast með strætó til og frá Smáralind með strætisvagnaleiðum 2, 21, 24 og 28. Klapp kort og kapp tíu er hægt að kaupa á þjónustuborði.